Vorskóladagar í Heiðarskóla 3. - 5. maí

Í síðustu viku voru þrír vorskóladagar í Heiðarskóla, þá fór elsti árgangur skólans í starfsnám og aðrir nemendur æfðu sig fyrir næsta skólaár og hækkuðu upp um einn bekk. Elstu börnin í Skýjaborg fengu stundatöflu fyrir vorskóladagana og æfðu sig í að vera í 1. bekk ásamt því að nota skólabílinn. Leikskólabörnin stóðu sig með stakri prýði og ekki var annað að sjá en allir væru að njóta sín í fjölbreyttum verkefnum s.s. sund, íþróttir, útnám, stöðvavinna, list- og verkgreinar, skordýrafræðsla o.fl. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn eins og hann lítur út núna sem verður 1. bekkur á næsta skólaári.