Vorskóladagar í Heiðarskóla

Dagana 10., 11. og 12. maí eru börn fædd árið 2010 í skólaaðlögun í svokölluðum vorskóla. Þessa daga er 10. bekkur einnig í starfsnámi. Sú nýbreytni var tekin upp þetta skólaárið að hækka alla nemendur um bekk á vorskóladögum. Nemendur i 7. bekk eru t.a.m. í aðlögun í unglingadeildinni, nemendur í 4. bekk eru með miðstiginu og nemendur í 2. bekk eru með 3. bekk í hóp. Mikil spenna var í skólanum í dag vegna þessa og ekki annað að sjá en krakkarnir séu alveg tilbúnir í skipulagið eins og það verður á næsta skólaári. Í myndaalbúm eru komnar nokkrar myndir frá deginum í dag.