Vorskólinn

Í gær og í dag fengum við ellefu manna hóp í vorskóla Heiðarskóla, í þessum hópi eru nemendur sem verða í 1. bekk á næsta skólaári. Börnin fengu aðlögun í skólaaksrti og alls kyns skólaverkefnum, þau stóðu sig ótrúlega vel. Við  þökkum þeim innilega fyrir samveruna og hlökkum til að fá hópinn til okkar í 1. bekk í haust. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn ásamt núverandi nemendum í 1. bekk með kennaranum sínum í dag.