- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Í dag er fyrsti vorskóladagurinn af þremur hjá börnum sem fædd eru árið 2009. Þessi börn verða í fyrsta bekk á næsta skólaári. Börnin koma aftur í vorskólann mánudaginn 18. maí og miðvikudaginn 20. maí. Það hefur gengið ljómandi vel í dag og ekki annað að sjá en börnin séu orðin mjög skólavön enda búin að koma nokkuð oft í svokallað skólasamstarf í vetur með kennaranum sínum úr leikskólanum.