3. bekkur kom í leikskólann í morgun og las fyrir börnin.

Hefð hefur verið hjá okkur í kringum Dag íslenskrar tungu að 3. bekkur komi í heimsókn til okkar og lesi saman bók fyrir börnin. Þau komu í morgun og lásu fyrir börnin á regnboganum, allir glaðir og ánægðir.
Þökkum þeim kærlega fyrir, æðislegt að fá börnin í heimsókn.