Alþjóðlegi drullumallsdagurinn

Í gær var Alþjóðlegi drullumallsdagurinn. Við í leikskólanum Skýjaborg tókum að sjálfsögðu þátt á svona skemmtilegum degi sem er leikskólabörnum við hæfi. Við sulluðum og bjuggum meðal annars til drullukökur og heitapott. Þetta var mjög skemmtilegur skóladagur og nokkrir sokkar og peysur sem fóru blautar heim eftir daginn.