Bangsímon

Í síðustu viku fóru Magga Sigga og Þórdís til Eistlands til að sækja Bangsímon og koma með hann heim. Bangsímon er hluti af Nordplus verkefni sem leikskólinn tekur þátt í ásamt leikskólum í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Noregi. Markmið verkefnisins er að vinna með hreyfingu, útinám og sköpun í gegnum söguna um Bangsímon og Hundraðekruskóginn. Börnin eru mjög spennt fyrir bangsanum og fær hann að taka virkan þátt í verkefnum í leikskólanum. Í morgun fóru öll börnin í leikskólann í leiðangur til að finna heimili fyrir Bangsímon og völdu fallega laut í nágrenni leikskólans. Í lautinni munum við svo vinna verkefni sem við deilum á milli landanna og skoðum hvernig börn í öðrum löndum vinna að verkefninu. Skemmtilegt í alla staði. Flottar myndir komnar á heimasíðuna.