- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í morgun fóru börn og starfsfólk í leikskólanum fylktu liði út í stjórnsýsluhús og opnuðu sýninguna ,,Bangsímon og hundraðekruskógurinn hans". Á sýningunni má sjá afrakstur verkefna sem unnin hafa verið í vetur í tengslum við Nordplus verkefni leikskólans þar sem unnið er að útinámi og hreyfingu með hugmyndafræði Bangsímon að leiðarljósi. Börnin mættu með trommur, hristur og stafi og sungu á leiðinni. Sýningin verður opin út júní og hvetjum við alla til að kíkja við og skoða. Myndir komnar á heimasíðuna.