- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fengum við skemmtilega heimsókn. Lögreglan mætti með bangsann Blæ til okkar. Blær hefur verið í löngu ferðalagi um allan heiminn frá Ástralíu. Blær mætti á lögreglustöðina í morgun og bað lögregluna að keyra sig til okkar í Skýjaborg. Blær var búin að heyra hvað börnin hér væru dugleg að æfa sig að vera góðir vinir og félagar og ætlar hann hjálpa okkur að vinna með virðingu, umburðarlyndi, umhyggju og hugrekki.
Blær er hluti af forvarnarverkefni gegn einelti fyrir börn á leikskólaaldri og fyrstu bekki grunnskóla sem heitir Vinátta og Barnaheill stendur fyrir hér á landi. Verkefnið kemur frá Danmörku og heitir á frummálinu „Fri for mobberi‟. Verkefnið er þróað og mótað af Red barnet og Mary Fonden. Markmið verkefnisins er að fyrirbyggjaeinelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum.Grundvöllur þess að vel takist til er þátttaka allra í leikskólanum; barna, starfsfólks og foreldra. Sérstök áhersla er lögð á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti án þess að bregðast við því. Bangsinn Blær er táknmynd vináttunnar í verkefninu og með klípusögum, umræðum, nuddi, söng og leikjum læra börnin um gildi vináttu með aðstoð frá Blæ. Hvert og eitt barn fær lítinn bangsa sem táknar samfélag vináttu. Bangsarnir eru eign barnanna en þeir eru geymdir í leikskólanum þar til börnin hafa útskrifast og eru hugsaðir sem hluti af þessu verkefni. Þeir eru geymdir hver í sínu hólfi á deildunum en fá að sjálfsögðu mikla umhyggju og ást. Námsefnið sem notað er í verkefninu er að finna í sérstökum töskum: Gul taska fyrir 0-3ja ára, græn taska fyrir 3 -6 ára og blá taska er ætluð 1.-4. bekk grunnskóla.
Markmið verkefnisins er að þátttakendur tileinki sér ákveðin grunngildi við vinnu og samskipti í leikskólasamfélaginu. Hugmyndafræðin endurspeglast í eftirfarandi fjórum gildum: