- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Til hamingju með daginn kæru bændur landsins.
Við í leikskólanum Skýjaborg tókum vel á móti þorranum. Í morgun á milli 8:30 og 10:00 buðum við öllum karlmönnum í lífi barnanna velkomna í morgunkaffi til okkar. Mæting var góð og áttum við notalega stund saman. Takk kærlega fyrir komuna allir sem sáu sér fært að mæta og njóta morgunsins með okkur.
Í hádeginu höfðum við svo þorrablót. Boðið var upp á hangikjöt, uppstúf m. kartöflum, rófustöppu, sviðsultu, harðfisk, hákarl, súra hrútspunga, flatkökur og rúgbrauð.
Í tilefni þorrans hafa krakkarnir verið að búa til víkingahjálma og einnig eru þau að læra söngva, þulur og ræða um ýmislegt tengt þorranum.