- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Á degi umhverfisins í gær þann 25. apríl skelltu allir sér út að fegra umhverfið í kringum leikskólann og tína rusl. 1-3 ára börnin héldu sig í nálægð leikskólans og tíndu en 3-6 ára börnin fóru um hverfið og út í móa. Þegar heim var komið skoðuðu börnin ruslið, bjuggu til lítið ruslaskrímsli, flokkuðu svo og settu í réttar tunnur.
Hugsum vel um umhverfið okkar, flokkum og minnkum plastnotkun eins og mögulegt er. Við tókum ákvörðun um að nota fjölnota pokana okkar í ruslatínslu og þvoðum þá svo þegar heim var komið.