- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í kuldatíðinni er mikilvægt að huga að smádýrunum sem eiga erfitt með að finna eitthvað matarkyns í snjónum. Við höfum verið dugleg að fóðra smáfuglana og hafa börnin ýmsar hugmyndir um það hvernig best sé að standa að því. Í morgun voru börnin að búa til fóður með því að smyrja mysing á hólka og rúlla þeim síðan upp úr allskyns fræjum. Þau ætla síðan að hengja hólkana á trén og fylgjast með því hvaða fulgar koma. Einnig ætla þau að fylla appelsínuhelminga með ýmiskonar matarafgöngum sem búið er að velta upp úr smjöri til að gefa þeim.