Í dag 16. september er dagur íslenskrar náttúru. Í tilefni hans fóru börn og starfsfólk fyrir utan Stjórnsýsluhúsið okkar og bauð starfsfólki þar með í söngstund. Veðrið lék við okkur og var sungið og dansað nokkur lög. Að söngstund lokinni var farið í gönguferð og fengið sér ávaxtabita og kex.