Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldin hátíðlegur í leikskólanum á föstudaginn. Það komu til okkar tveir rithöfundar Eva Rún Þórðardóttir og las upp úr bókinni sinni "Stúfur" ásamt Sævari Helga Bragasyni sem las upp úr bókinni sinni "Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna". Börnin sátu og hlustuðu með athygli og höfðu gaman að lestrinum.