Dagur læsis

Í tilefni að Degi læsis í dag sömdu börnin á Regnboganum ljóð í hópunum sínum. Börnin í elsta árgangi (stafahópur) sömdu eftirfarandi ljóð: 

Á haustin

Förum á leynistaðinn.
Laufin detta af trjánum.
Laufin fjúka í burtu.
Eftir haustið kemur vetur.
Það er rigning.
Við notum pollagalla.
Laufin skipta um lit og verða rauð, gul og alls konar.
Fuglarnir fara heim.