- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær 8. september var dagur læsis. Bækur eru velkomnar í leikskólann alla daga en á degi læsis eru þær sérstaklega boðnar velkomnar. Farið er yfir bækurnar í samverustundum og sumar hverjar lesnar yfir daginn í minni hópum eins og færi gefst. Það kom fjöldi ólíkra bóka í gær og er gaman að sjá áhugasvið barnanna í gegnum bækur sem þau eiga og velja að koma með og sýna.
Að auki voru hér Halldóra verkefnastjóri og Ásthildur talmeinafræðingur að spegla málörvunarstundir hjá starfsfólki í tengslum við þróunarverkefnið okkar Snemmtæk íhlutun - mál og læsi. Þetta var mjög gagnlegur dagur þar sem starfsfólk fékk tækifæri til að rýna í málörvunarstundirnar sínar til að bæta þær þannig að öll börn græði sem mest á stundunum.