Við í leikskólanum Skýjaborg héldum upp á Dag leikskólans með því að fara í skrúðgöngu yfir í Stjórnsýsluhús Hvalfjarðarsveitar. Þar sungum við og dönsuðum og höfðum gaman með starfsfólki þar undir stjórn Ögu okkar. Í nónhressingu var svo vöfflukaffi í tilefni dagsins.