Dagur leikskólans 2017

Á mánudaginn í síðustu viku, þann 6. febrúar, héldum við upp á Dag leikskólans. Við skelltum okkur öll saman út, drógum íslenska fánan á hún og fórum í göngutúr um hverfið. Þess má geta að fáninn vakti eftirtekt og var fólk að velta fyrir sér af hverju væri flaggað og gaf það tækifæri til umræðna um Dag leikskólans.

Þetta var í tíunda sinn sem Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins, en 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. 

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.

Nokkrar myndir má finna á myndasíðu.