- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Dagur leikskólans er haldin hátíðlegur ár hvert þann 6. febrúar. Það bar á sunnudag í ár, svo planið var að gera eitthvað skemmtilegt mánudaginn 7. febrúar. Óveður lagði strik í reikninginn og einungis 7 börn mættu í hús. Við gerðum okkur því glaðan dag þriðjudaginn 8. febrúar. Við útbjuggum skemmtilegt sameiginlegt verkefni með handafari barnanna sem mætt voru ásamt því að bjóða upp á vöfflukaffi. Það var fámennt en góðmennt vegna færðar og covid ástands en dásamlegur dagur í alla staði.