- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þann 6. febrúar var Dagur leikskólans. Við gerðum okkur glaðan dag með börnunum, buðum upp á andlitsmálningu og fórum í skrúðgöngu um hverfið með trommur og fána. Það var mjög mikil hálka og börnin voru fljót að búa sér til leik í hálkunni og voru margir sem léku sér oft við detta á bossann. Við stoppuðum við í Stjórnsýsluhúsinu, sungum fyrir starfsfólkið þar og sögðum þeim hvaða dagur væri í dag. Að lokinni skrúðgöngu drógum við íslenska fánann að húni fyrir framan leikskólann.
Við auglýstum svo leikskólann opinn á milli 13:00 og 14:30 ef vinir, kunningjar, íbúar sveitarfélagsins eða aðrir vildu kíkja í heimsókn, skoða leikskólann og það skemmtilega starf sem fram fer hér. Það komu nokkrir í heimsókn og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.