Dagur leikskólans - Orðsporið 2021

Á laugardaginn 6. febrúar var Dagur leikskólans. en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti. Við í Skýjaborg héldum upp á hann í gær, þriðjudag, með skrúðgöngu og vöfflukaffi. 

Gaman er að segja frá því að leikskólastigið í heild sinni fékk hvatningarverðlaunin Orðsporið 2021. Það var mat valnefndar um Orðsporið að leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna hafi sýnt ótrúlega elju og fagmennsku á tímum COVID-19. Leikskólarnir hafa unnið afar vel úr erfiðum aðstæðum með velferð og nám barna í algjöru fyrirrúmi. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti um verðlaunin morgunverðarfundi RannUng á föstudaginn var. 

Starfsmenn Skýjaborgar þakka kærlega fyrir góða viðurkenningu á störfum sínum.