Dagur umhverfisins

Dagur umhverfisins var í gær. Við reynum alla daga að leggja áherslu á umhverfismennt í leikskólanum. En við nýttum daginn sérstaklega til að tína rusl. Eldri deildin fór í göngu um hverfið með það fyrir augum að tína rusl og gera umhverfið okkar hreinna. Yngri deildin tíndi á lóðinni.