Dagur umhverfisins

Ár hvert höldum við dag umhverfisins hátíðlegan í leikskólanum. Undanfarin ár höfum við farið um hverfið og tínt rusl sem er að finna víða eftir veturinn. Í ár ákváðum við að breyta til og prufa að vera með útijóga og göngur í tilefni dagsins. Veðrið lék nú ekki beint við okkur en börnin á Regnboganum gengu fylktu liði í Hundraðekruskóginn okkar og gerðu nokkrar jógaæfingar. Börnin á Dropanum voru í skjóli fyrir norðanáttinni á leikskólalóðinni og gerðu sínar jógaæfingar, fengu sól á bakið og hlustuðu eftir umhverfishljóðum. Myndir komnar á myndasíðuna.