Dagur umhverfisins í Skýjaborg

Miðvikudaginn 28. apríl héldum við upp á Dag umhverfisins með því að fara út að plokka rusl. Börnin fóru út fyrir skólalóðina og týndu í nærumhverfi leikskólans. Það gekk mjög vel, en töluvert var af einnota andlitsgrímum. Endilega pössum upp á að grímurnar fjúki ekki af okkur eða út úr bílunum. Hendum í ruslið. Förum vel með jörðina okkar.