Dótadagur

Á fimmtudaginn var buðum við upp á innidótadag. En börn á Regnboganum höfðu óskað eftir dótadegi á haustmánuðum við skólastjóra og auðvitað reynum við að uppfylla óskir barnanna. Fjölbreytt og skemmtilegt dót mætti með börnunum og flottur leikur myndaðist. Börnin voru einnig dugleg að skiptast á og leyfa öðrum að leika með og skoða dótið sitt.