- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær brutum við upp hversdaginn og höfðum dótadag, þar sem börnin máttu koma með dót að heiman. Reglulega er starfsfólk spurt um dótadag og reynum við að vera við þeirri ósk einu sinni á ári. Að auki hefur myndast hefð fyrir útidótadegi á sumrin. Þetta var góður dagur og það komu alls kyns leikföng að heiman og mynduðust skemmtilegir leikir.