Eldvarnarnámskeið

Á skipulagsdegi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar s.l. þriðjudag var eldvarnarnámskeið fyrir starfsmenn Hvalfjarðarsveitar. Tveir slökkviliðsmenn úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar mættu á staðinn og fræddu starfsmenn um flóttaleiðir, reykskynjara, teikningar og fleira. Eftir fræðsluna æfðu allir starfsmenn sig í að slökkva eld með slökkitæki og eldvarnarteppi. Námskeiðið var í alla staði mjög gagnlegt.