Elsti árgangur í heimsókn á Slökkvistöðina á Akranesi

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar bauð eiturslönguhópi, elsta árgangi Skýjaborgar, í heimsókn á slökkvistöðina í lokahóf verkefnisins Slökkviliði mitt – Aðstoðarmenn slökkviliðsins. Útbúið var "leiksvæði" fyrir börnin þar sem heilmikið var sullað og börnin fengu tækifæri til að prófa búnað slökkviliðsins. Börnin blotnuðu heilmikið og skemmtu sér mjög vel.

Við þökkum kærlega fyrir boðið og móttökurnar.