- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Á föstudaginn var rafmagnslaus dagur hjá okkur. Þann dag reynum við að takmarka eins og við getum notkun rafmagns. Við höfum ljósin slökkt og fáum mat sem er ekki eldaður í ofni. Börnum var boðið að koma með vasaljós þar sem ansi dimmt er úti langt fram eftir morgni þessa dagana. Mikil gleði var í vasaljósaleik að morgni. Morgunmaturinn var borðaður við kertaljós sem bjó til kósý stemningu.