Foreldrafundur um vináttu

Í morgun var foreldrafundur með forskriftina Vinátta. Sunna Rós formaður foreldrafélagsins setti fundinn með nokkrum fallegum orðum þar sem hún fór yfir hvernig stjórnarmeðlimir foreldrafélagins og skólaráðsins geta haft áhrif á skólastarfið okkar með hugmyndum og ábendingum. En foreldrafélagið hefur ýtt á okkur hér í Skýjaborg og Heiðarskóla að taka inn Vináttuverkefni Barnaheilla því það er gott forvarnarverkefni gegn einelti. Við skólastjórnendur tókum vel í þetta og fundum sameiginlegan skipulagsdag til námskeiðs sem var í lok október.  

Eyrún leikskólastjóri fór svo yfir nokkrar glærur um verkefnið. Hér má finna glærur sem nýttar eru í námskeiði með starsfólki og voru glærurnar hennar Eyrúnar byggðar á þeim. https://www.barnaheill.is/static/files/Vinatta/namskeid-i-leikskolum-fyrir-vef.pdf

Í lok fundar var farið yfir klípusögur í minni hópum með foreldrum. En klípusögurnar er einmitt eitt af verkfærunum sem fylgja vináttuverkefninu. Góðar, gagnlegar umræður og vangaveltur áttu sér stað og hefðum við getað tekið mun lengri tíma í þessar umræður. Rætt var meðal annars um mikilvægi þess að tala alltaf vel um börn og fjölskyldur þeirra í návist barnanna, vera góð fyrirmynd í samskiptum, mikilvægi þess að mæta á foreldraviðburði og mikilvægi þess að skapa grundvöll til að kynnast öðrum foreldrum og þá sérstaklega sem eru nýjir í sveitarfélaginu.  

Á mynd með frétt má sjá Sunnu Rós í upphafi fundar ásamt hluta af foreldrum sem sátu fundinn.