- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í janúar ár hvert útbúa börnin á regnboganum fuglafóður og gefa út. Það hefur svo sannarlega verið þörf á því núna þar sem óvenju snjóþungt hefur verið. Fuglarnir hafa látið sjá sig og borðað vel. Við hvetjum fólk til að gefa smáfuglunum einnig heima!
Það er gaman að segja frá því að einn daginn þegar starfsmenn fylgjast með fuglunum úr kaffistofuglugganum var ein hagamús á vappi í leikskólagarðinum, örugglega í fæðuleit eins og fuglarnir. Hún skaust fram og til baka í dágóðan tíma þangað til hún fór leiðar sinnar aftur út í haga hinum megin við Hagamelinn. Börnunum fannst þetta stórmerkileg saga og velta fyrir sér hvort hún sé að hreiðra um sig undir leikkofanum. Hver veit?