Fullveldishátíð Heiðarskóla

Fullveldishátíð Heiðarskóla var haldin með pompi og prakt s.l. þriðjudag. Nemendur í 1. og 2. bekk ásamt elsta árgangi Skýjaborgar fluttu atriðið Hans og Gréta og réttindi barna. Í ár er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára, þessi útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims hefur breytt lífi ótal barna til hins betra og atriði barnanna kom einmitt inn á sáttmálann. Seinna atriðið var í höndum unglinga og bar heitið Öldin okkar. Þar var farið yfir á grafalvarlegan hátt grínfaraldra sem geisað hafa á Íslandi og afleiðingarnar sem þeir hafa haft. Eftir sýningu var boðið upp á listasýningu, vöfflur og heitt súkkulaði. Við þökkum öllum innilega fyrir komuna og stuðninginn við nemendur skólans.