Fullveldishátíð Heiðarskóla

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna á vel heppnaða Fullveldishátíð í gær. Húsið fylltist af fólki og nemendur skólans ásamt elsta  árgangi Skýjaborgar sýndu mjög skemmtileg atriði sem vöktu mikla lukku hjá áhorfendum. Eftir sýningu var sjoppan opin og gestirnir fengu heitt súkkulaði og vöfflur. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 1. og 2. bekk ásamt Eiturslönguhópi í sínu atriði.