- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fengum við heimsókn frá USN nefnd Hvalfjarðarsveitar. Nefndin óskaði eftir því að fá að hitta umhverfisnefnd leikskólans, sem er skipuð börnum í elsta hópi. Umræðuefnið var umhverfismál sem þarf að taka á í sveitarfélaginu. Allir voru sammála um að rusl væri stórt mál sem taka þyrfti á og þá aðallega allt plastið sem við notum. Við sögðum nefndinni frá því hvað við höfum verið að gera til að minnka plastpokanotkun í leikskólanum og leist nefndinni vel á að nýta þá hugmynd fyrir sveitarfélagið.