Gjöf frá Kvenfélaginu Lilju

Í dag fengum við að gjöf frá Kvenfélaginu Lilju Stóra Lubba-pakkann sem er málörvunarefni sem inniheldur fjórar hljóðasmiðjur, usb lykil með efni og veggspjöld. Þeir sem ekki þekkja Lubba þá er Lubbi íslenskur fjárhundur sem langar til að læra að tala. Hann fer því í gegnum öll íslensku málhljóðin og lærir þannig að tala. Lubbi hjálpar börnum á sjónrænan og skemmtilegan hátt að tileinka sér öll íslensku málhljóðin, hvort sem börnin hafa einhver málþroskafrávik eða ekki. 

Nánar má lesa um sérstöðu Lubbaefnisins hér: http://www.lubbi.is/index.php/ct-menu-item-17/serstadha-lubbaefnisins

Við þökkum Kvenfélaginu Lilju kærlega fyrir frábæra gjöf sem á eftir að nýtast vel!