Gjöf til leikskólans frá Kvenfélaginu Lilju

Kvenfélagið Lilja gaf leikskólanum Skýjaborg veglega gjöf um áramótin, en kvenfélagið keypti tvö hjól og fjóra sparkbíla ásamt tveimur stöngum sem hægt er að setja á sparkbílana svo þau allra yngstu geta notið líka. Seinnipartinn í janúar fengu börnin gjöfina afhenta í söngstund og var mikil gleði með þessa fallega gjöf. Í þakklætisskyni buðum við kvenfélagskonum í kaffi í leikskólann í dag. Upphaflega átti boðið að vera á Degi leikskólans á fimmtudaginn var, en vegna rauðrar veðurviðvörunar var því frestað til dagsins í dag.

Börn og starfsfólk í Skýjaborg sendir kvenfélaginu sínar bestu þakkir fyrir þessa fallegu og veglegu gjöf sem mun nýtast vel.