Grænfánaafhending - sjötti grænfáni Skýjaborgar

Það var hátíðardagur hjá okkur í dag annan daginn í röð. Í dag tókum við á móti sjötta grænfána Skýjaborgar. Allur leikskólinn kom saman úti í kringum fánastöngina. Sunginn var skólasöngurinn og farið yfir þau umhverfismarkmið sem börn og starfsfólk hafa unnið að síðustu 2 árin. Að lokum afhenti Sigurlaug frá Landvernd okkur nýjan grænfána sem umhverfisnefnd barna tók við og hjálpaðist að við að flagga.