- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fékk leikskólinn Skýjaborg afhentan grænfánann í fimmta sinn fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja okkar að mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu.
Þetta var stutt og góð athöfn kl. 14:15 þar sem umhverfisnefnd barna tók við grænfánanum, við gerðum grænfánaleikfimi sem Katrín frá grænfánanum kenndi okkur og að lokum hjálpuðust allir að við að draga nýjan grænfána að húni.