Heimsókn á slökkvistöðina

Elsta árgangi í leikskóla (2012) á Akranesi og Hvalfjarðarsveit var boðið í heimsókn á slökkvistöðina í dag. Þráinn slökkvistjóri tók á móti börnunum og sagði þeim frá 112 deginum sem er á sunnudaginn og svo var horft á nýja mynd með Gló og Loga. Í henni var farið yfir mikilvægi þess að hafa reykskynjara í húsum, slökkvitæki tiltæk, eldvarnarteppi í eldhúsum og hringja í 112 ef upp kemur eldur. Eftir áhorfið fengu börnin nokkuð frjálsar hendur að skoða slökkviliðsbílana, máta hjálma og sprauta vatni úr slöngu. 

Börnin komu spennt til baka í leikskólann og höfðu frá mörgu að segja.