Hetjur í rokinu og rigningunni

Þrátt fyrir rok og rigningu skelltu allir sér í viðeigandi útiföt og hlupu út og fundu sér eitthvað skemmtilegt að gera líkt og alla aðra daga. Yngri deildin hélt sér á bakvið hús þar sem meira skjól er fyrir litlar og valtar fætur. Þetta er sko hetjur sem komu sælar inn í heimagerðan plokkfisk eftir góða útiveru! Nokkrar myndir á myndasíðunni.