- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær fimmudaginn 11. maí var hjóladagur hjá okkur í Skýjaborg. Öll börn fengu að koma með hjól og hjálm að heiman. Það var því mikil útivera á okkar börnum. Við fengum að loka af bílastæðið fyrir framan Stjórnsýsluhúsið og nýta það stóra stæði til að hjóla á. Börn og starfsfólk teiknuðu götur með krítum, einn starfsmaður var settur sem umferðarljós og börnin æfðu sig í umferðarreglunum. Við þökkum kærlega fyrir notkunina á planinu. Elsti árgangur fór svo saman ásamt kennurum í hjólatúr um hverfið. Flottur endir á umferðarvikunni okkar.