Jólaleikrit og jólatré

Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur í morgun í Skýjaborg með 1. bekk með okkur. Við fengum Þórdísi Arnljótsdóttur leikara til okkar með Leikhús í tösku og sýndi hún leikritið Grýla og jólasveinarnir. Sýningin var að vonum stórskemmtileg og voru börnin spennt að horfa, hlógu mikið og tóku þátt af innlifun. Að lokum leiksýningarinnar fengum við appelsínur og trítluðum svo yfir að Stjórnsýsluhúsinu og hjálpuðum til við að kveikja á jólatrénu. Við sungum nokkur lög og gengum í kringum jólatréð. Að því loknu var okkur boðið inn í svala og piparkökur sem vakti mikla lukku. Í tilefni Fullveldisdagsins var svo lambalæri og tilheyrandi í hádegismatinn. Myndir frá morgninum má finna á myndasíðunni.