- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Foreldrafélagið hefur árlega gefið okkur í leikskólanum leiksýningu í desember. Vegna gildandi takmarkana v. farsóttar var ákveðið að sleppa leiksýningu í ár. Þess í stað skoraði foreldrafélagið á starfsfólk leikskólans að taka við boltanum og gera leiksýningu eða einhverja aðra skemmtun fyrir börnin. Starfsfólk tók áskoruninni og útbjó leiksýningu sem heitir Kærleiksbirnirnir, gullbrá og jólin. Var sýningin sýnd í gær og var ekki annað að heyra en að börnin hefðu skemmt sér mjög vel.
Leikarar voru: Gullbrá: Tedda / Bangsmamma: Eyrún / Bangsi litli: Selma / Bangsapabbi: Bára
Tónlist: Aga.
Þegar leiksýningunni var lokið var boðið upp á súkkulaðikökur frá foreldrafélaginu. Dásamlegur dagur í alla staði. Takk fyrir okkur kæra foreldrafélag