- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Leikskólakennari óskast
Vegna aukins barnafjölda vantar leikskólakennara til starfa í leikskólann Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit. Um tímabundna ráðningu er að ræða þ.e. til og með 7. júlí 2017 í 60% starfshlutfall. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður litið til annarrar menntunar og reynslu.
Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2017.
Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt viðkomandi kjarasamningi.
Leikskólinn byggir starf sitt á kenningum John Dewey um að læra af reynslu og opinn efniviður er í forgrunni. Í leikskólanum dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára. Í leikskólanum gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu leikskólans við grunnskólasvið skólans og fleiri stofnanir. Hvalfjarðarsveit veitir starfsfólki sínu styrk til náms í leikskólakennarafræðum og leikskólaliðanámi.
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist á eyrun.jona.reynisdottir@hvalfjardarsveit.is. Nánari upplýsingar veitir starfandi leikskólastjóri Skýjaborgar, Eyrún Jóna Reynisdóttir, í síma 433 8530 / 892 5510.