Litlu jólin 14. des 2016

Við héldum litlu jólin okkar í morgun. Það var sungið og dansað í kringum jólatréð. Jólasveinninn kjötkrókur mætti í heimsókn, söng og dansaði með okkur, sýndi okkur smá töfrabrögð og gaf okkur mandarínur. Mikil gleði að fá þann rauðklædda í heimsókn, takk fyrir okkur kæra foreldrafélag. Eftir mandarínuát fengu börnin tækifæri til að horfa á jólamynd ef áhugi var fyrir hendi, aðrir fóru í leik. Í hádeginu fengum við dýrindis jólamat; bayonskinku, kartöflur, maískorn, grænar baunir, rauðkál og sósa. Myndir eru komnar á myndasíðuna.