Matráður óskast til starfa

Matráður óskast til starfa í leikskólanum Skýjaborg frá og með ágúst 2017. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% stöðu. Við leitum að matráði sem hefur brennandi áhuga á að elda hollan, góðan og næringarríkan mat í samræmi við Manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg.

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2017.

Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Laun eru samkvæmt viðkomandi kjarasamningi.

 

Skýjaborg er leikskólasvið í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, en skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá við Skarðsheiði og Skýjaborg í íbúðarhverfinu Melahverfi. Gildi skólans eru vellíðan – virðing – metnaður – samvinna. Skólinn er grænfánaskóli og leggur áherslu umhverfismennt og útinám. Á leikskólasviðinu, Skýjaborg, dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára.

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist á eyrun.jona.reynisdottir@hvalfjardarsveit.is. Nánari upplýsingar veitir starfandi skólastjóri Skýjaborgar, Eyrún Jóna Reynisdóttir, í síma 433 8530 / 892 5510.