Nemendur í starfsnámi í Skýjaborg

Í dag eru þrír nemendur á miðstigi í starfsnámi í leikskólanum Skýjborg. Verkefnið er liður í starfsnámi innan skóla þar sem nemendur okkar í áhugasviðsvali fá að spreyta sig á fjölbreyttum störfum í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Mikil lukka er meðal barna í Skýjaborg með miðstigsnemendur sem leika við börnin í útivistinni.