Nýtt Kennimerki

Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að nýju kennimerki fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Anna Kristín Ólafsdóttir foreldri í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar hannaði merkið í samstarfi Fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar. Við erum stolt af þessari fallegu hönnun sem fangar samstöðu sviðanna ásamt því að sýna sérstöðu hvors sviðs fyrir sig. En kennimerkið er eitt fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og skiptist svo í tvennt, sjá á meðfylgjandi mynd. 
 
Á næstunni verður nýja kennimerkinu skipt út fyrir gömlu kennimerkin.