Öskudagur

Gleði og fjör er búið að einkenna daginn í dag. Börn og starfsfólk mætti í búningum eða náttfötum. Við héldum öskudagsball þar sem var dansað og hoppað á fullu. Því næst var kötturinn sleginn úr tunnunni og þar var einnig fullt af poppi sem allir gæddu sér á yfir teiknimynd og/eða leik. 

Eftir hádegið var rölt yfir í Stjórnsýsluhús, sungið og fengið góðgæti fyrir.