- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Undanfarna daga höfum við verið að undirbúa pappírsgerð. Við byrjuðum á að leyfa börnunum á Dropanum að leika sér með pappírsræmur sem fara í pappírsgerðina og leiddist þeim það ekki. Síðan var pappírinn lagður í bleyti, maukaður og þjappaður. Í morgun fóru elstu börnin í gönguferð og söfnuðu allskonar blómum, berjum, lyngi og stráum til að setja í pappírinn. Eftir hádegi hófst svo vinnan við sjálfa pappírsgerðina. Myndir komnar á myndasíðuna :)